22.1.2009 | 07:34
Sterk vísbending um óánægju!
Afar sorglegt að koma þurfi til þess að beita táragasi á mótmælendur. Sorglegra er þó að ráðamenn þjóðarinnar skuli ekki stíga fram og reyna að boða einhverjar lausnir á málunum. Enn og aftur láta þeir grípa sig við það að þeir viti ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Það hlýtur að teljast býsna sterk vísbending um óánægju í þjóðfélaginu ef þúsundir manna eru tilbúnir að safnast saman á degi hverjum til að mótmæla. Ég spyr eftir hverju er beðið ? Af hverju er ekki hægt að setja eh skonar neyðarlög til þess að taka á þeim sem ábyrgir eru fyrir bankahruninu og þeirri gríðarstóru svikamyllu sem þar býr að baki. Af hverju er ekki hægt að segja fólkinu sannleikann um hversvegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslensku bankana ? Eru það eftirvill ekki hryðjuverk sem stjónendur þessara stofnanna og verjendur þeirra í íslensku stjórnmálalífi hafa framið ? Ég tel að svo sé og því beri þeim sem tengjast þessari svikamyllu sem sett hefur íslensku þjóðina í skuldaklafa um ókomin ár að víkja tafarlaust. Hvers vegna geta menn einsog sýslumaðurinn á Selfossi sem er tilbúnir að koma fram opinberlega til að hóta vesalingunum fangelsi ef þeir komi ekki og borgi skuldirnar sínar, ekki eytt kröftum sínum í að eltast við Hryðjuverkamenn? Er hann etv hræddur við að ákveðnir stjórnmálamenn geri honum lífið leitt ef hann snéri sér að alvöru glæpahyski?
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Bjarni Guðnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður bara að fyrirgefa en mér finnst það bara ekki sorglegt að lögrelan hafi þurft að beita táragasi - mér finnst lögreglan hafa verið allt of þolinmóð við þá mótmælendur sem hafa verið með skrílslæti og í raun eyðilagt mótmælin. Mér finnst hinsvegar mjög sorglegt að það hafi þurft að slasa tvo lögreglumenn alvarlega með gangstéttarhellum til að táragasi hafi verið beitt. Hvað er fólk að hugsa- þetta kemur óorði á alla sem taka þátt í mótmælum.
Unnur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:50
Unnnur: táragarinu var beitt áður en lögreglumenninir slösuðust
anita (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.