21.1.2009 | 22:01
Rekur samfylkingin sjálfan sig ?
Nú virðist vera komið að því að ríkisstjórnin sé endanlega að missa stjórnina í landinu. Óeirðir hafa staðið yfir dögum saman reiði, hiti og ofbeldi af annarri stærðargráðu en við höfum áður séð. En hvað tekur við og með hvaða hætti ? Ætlar fólk að samþykkja að Hin svokallaða samfylking gangi útúr Þinghúsinu að aftan og svo aftur inn að framanverðu ? Eru forkólfar Samfylkingarinnar ekki endanlega búnir að sanna núna að þeir eru gersamlega óhæfir til að stjórna landinu ? Er þetta ekki etv hreyfing sem er betur í stakk búin til að stjórna sveitarfélögum en að vera í landsmálapolitík? Ekkert af því sem Samfylkingin hefur lofað hefur skilað sér, öllum má vera ljóst að gríðarleg sundrung er í flokknum. Ráðherrar flokksins eru og voru algerlega án tengsla við fólkið í landinu. Allir muna eftir yfirlýsingum ss "það er engin kreppa" og " Ég vissi ekkert af því". Ef gengið verður til kosninga aftur er mikilvægt að fólk láti samfylkinguna ekki gabba sig í annað sinn. Gefum Ráðherrum Samfylkingarinnar tækifæri á að leita sér að vinnu við sitt hæfi en langt frá Alþingi íslendinga.
Stjórnarslit fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Bjarni Guðnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr!
Ingibjörg Þorleifsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.